I'M A TITLE. CLICK HERE TO EDIT ME.
SELMA ÖZKAN
Ég heiti Selma Özkan og er fædd 2. janúar árið 2000. Ég er fædd í Reykjavík og hef búið í Hlíðunum allt mitt líf en á samt uppruna að rekja til Tyrklands en pabbi minn kemur þaðan, nánar tiltekið
frá Istanbul.
Ég á tvo bræður, einn eldri og einn yngri og eru þeir bara ansi fínir bræður, verð ég að segja.
Eftir að ég kláraði Hlíðskóla fór ég í Fjölbrautaskólann við Ármúla og eftir einn vetur þar fór ég í skiptinám til Argentínu í eitt ár, sem var mögnuð reynsla þar sem ég lærði margt um mismunandi menningarheima, kynntist fullt af frábæru fólki og komst að þvi að ég get bara gert alls konar sem ég hélt að ég gæti ekki gert.
Eftir að ég kom heim frá Argentínu ákvað ég að bóklegt nám væri ekki fyrir mig og sótti um í Upplýsingatækniskólanum og sé alls ekki eftir því.
Ég hef alltaf haft gaman af því að teikna og fykta í þessum týpísku forritum og ég talaði oft um það þegar ég var yngri að verða grafískur hönnuður og flytja til New York til að vinna. Hver veit nema það muni gerast einn daginn, lífið er rétt svo að byrja!
Það sem tekur við eftir skólann er að klára stúdentinn og svo stefni ég á LHÍ eða fara erlendis í háskóla.